tisa: janúar 2009

sunnudagur, janúar 25, 2009

Óviðráðanleg gleði

Makkinn minn ástkæri er kominn úr viðgerð og ég ræð ekki við mig af gleði.

Fleiri gleðifréttir.

Er að fara að skoða íbúð á morgun og er að deyja úr spenningi.
Ég ætla í Keflavíkur roadtrip á föstudaginn.
Ég er með miklu hærri laun en ég þorði að vona.
Systir mín kær er búin að bóka far til landsins.

Það er svo gaman hjá mér.

En auðvitað er líka hellings bögg í gangi.

Bakið mitt er ekki að höndla þá miklu erfiðisvinnu sem ég er í.
Fjárhagurinn minn er ekki að fara að höndla það að flytja út.
Bíllinn minn er ekki að fara að höndla roadtrip.
Þvotturinn minn er ekki ennþá búin að þvo sig sjálfur.
Ég á eftir að læra heima og það er komið miðnætti.
Ég er með sár í munnvikinu.
Og ég er með I Kissed a Girl lagið á heilanum.

Slæmi listinn minn er alltaf lengri en góði listinn minn.
En ég samt í geðveikt góðu skapi.
Það er af því að ég get hangið á Facebook að nýju.
Þá skiptir ekkert annað neinu máli.

Ætla að fara að lesa About a Boy í þriðja skiptið.

Nei annars...

Eða jú...

Æi fokk.



tisa at 23:58

0 comments

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Rauð Gen?

Vildi bara benda fólki á að ég á sætustu frænku í heimi.
Systurdóttir mín, Freyja, er orðin rauðhærð samkvæmt nýjustu myndum.
Ég er skyld rauðhausi.
Vá hvað ég vona að hún sé örvhent líka.
Múhahahha.


Litla Ástralíu fjölskyldan ætlar að koma í heimsókn á Krepplandið eftir nokkra mánuði.
Þá get ég byrjað að leggja frænku í grimmt einelti.
Annars held ég að ekki einu sinni ég geti böggað svona mikla dúllu. Rauðhærð og örvhent eður ei.


Ehhh...

Ég er ekki búin að vera að gera rassgat.

Nema að læra ákveðinn greini í þýsku teljist með.


Svo átti ég líka að lesa upp grein í ensku fyrir framan bekkinn.
Þá kom jarðskjálfti eða eitthvað því ég byrjaði að hristast á fullu þegar ég byrjaði að lesa.
Þar af leiðandi gat ég ekki lesið á blaðið mitt vegna þess að það var á fleygi ferð.
Ég þurfti að leggja það frá mér svo að fólk myndi ekki halda að ég væri að fá flogakast og sagði frá hjónabandi Fionu og Clives eftir minni.
Minni mitt brást mér.

I've lost my mojo.



Esther rafvirkjanemi og snillingur í alla staði er tveggja tuga gömul í dag.
Ég á nýjan díler.
Vúhú.







tisa at 10:25

4 comments

mánudagur, janúar 19, 2009

Besti dagur vikunnar

Ég átti svoleiðis yndislega helgi.
Náði svona flestum takmörkum mínum.
Nema þessum leiðinlegu.

Ég var í þýskutíma áðan.
Er sko geðveikt góð í þýsku.
Búin að læra meira í þýsku núna en ég lærði í frönsku á tveimur önnum.
Eða um tuttugu orð.

Núna er ég í gati.
Eitt af fimmþúsund götunum mínum í hverri viku.

Svo er ég að fara í tölvufræði á leikskólastigi á eftir.
En þar lærum við að búa til powerpointskjöl.
Hvernig maður velur mismunandi letur og bakgrunn.
"Og svo er hægt að horfa á þetta í SLIDESHOW"
Tilkynnti kennarinn hátíðlega í seinasta tíma.
Ég get ekki beðið eftir að komast að því hvað ég læri næst.

Svo er það enska.
"I didn't actually read your papers, but I did tick them with a red pen"
"Does anyone know what 'tick' means???"

Mánudagar eru ekkert svo slæmir.


Svo er maður byrjaður að vinna á vídjóleigu.
Og það upp í Garðabæ.
(Ég skrifaði fyrst óvart Garpabæ og hló að sjálfri mér í tíu mínútur)

Ég er ógeðslega fyndin.

Ég komst að því út í Ástralíu að sextán og sextown er borið fram alveg eins.
Mér finnst það líka ógeðslega fyndið.
Sérstaklega vegna þess að ég var bara að gera mér grein fyrir þessu fyrir tveimur mánuðum eða svo.


Ætla að leggjast undir sæng í þrjátíu og fimm mínútur.

tisa at 10:07

1 comments

föstudagur, janúar 16, 2009

Bilanatíðni Tinnu

Fyrsta 'helgarfríið' mitt síðan skólinn byrjaði.
Finnst eins og þurfi að gera eitthvað magnað.

Ég er komin með magnaðan lista yfir magnaða hluti sem ég hef ætlað mér að gera.

1. Moka út úr herberginu mínu. (einnig þekkt sem að taka til)
2.Fara í IKEA og kaupa fataskáp svo ég hafi annan stað en gólfið til að geyma fötin mín á.
3.Setja saman fataskápinn því IKEA selur bara húsgögn í formi púsluspila.
4.Éta pítsu.
5.Drekka hvítvín.
6.Búa til möffins og túnfisksalat
7.Fara á Slumdog millionare.
8.Læra heima
9.Horfa á endursýningar á Skjá Einum.
10.Þvo þvottinn minn (er að verða uppiskroppa með sokka)
11.Setja svona vatnsheldisdót á skóna mína.
12.Vinna á vídjóleigu.
13.Sofa út
14.Hanga á Facebook og njósna um fólk sem ég þekki ekki neitt.

Með mínum metnaði ætti mér að takast að framkvæma allavega þriðjung af þessu.


Útúrdúr: Mér er frekar kalt á tánum þessa dagana.


Ég er komin með fráhvarfseinkenni.
Nei.
Ég er ekki hætt að reykja.
Makkinn góði er búin að vera í vigerð í viku.
Eitthvað svona fatal error sem poppaði upp svo ég sá mig knúna til þess að láta Makkann frá mér.
Tölvulausa Tinna tók því upp bók.
Núna er ég búin með tvær skáldsögur.
jPod sem er spennandi og skemmtileg á ógeðslega nördalegan og stórfurðulegan hátt.
About a Boy sem ég kláraði svo í gærkvöld/nótt sem er auðvitað yndisleg en hún er fyrir skólann.

Útúrdúr: Það er strákur að benda á mig og segja GRÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖH.


Aðrir bilaðir hlutir í eigu Tinnu.

Myndavélin mín sem ég keypti London fyrir ári.
Það varð þess valdandi að ég kom nánast myndalaus frá Ástralíu.
Pústið á bílnum.
Sem gerir það að verkum að mér líður eins og sé að keyra kappakstursbíl.
Sem er bara frekar kúl.
Fataskápurinn minn.
Eftir að ég datt á hann og hann brotnaði.
Það var ógeðslega sársaukafullt.
Eiginlega allar fjarstýringarnar sem ég á.
Má rekja það til kókniðurhellinganna miklu árið 2007.
Síminn minn.
Að því leyti að 'skella á takkinn' virkar ekki lengur.
Nefið mitt.
Það er alveg óstarfshæft.
Rennilásinn á peningaveskinu mínu.
Það er ýkt pirrandi.


Ég ætla að taka mál núna af fataskápnum mínum.
Það er svo gaman að mæla hluti.

tisa at 13:15

2 comments

mánudagur, janúar 12, 2009

Nýtt upphaf

MySpace er dáið.

Ég nenni ekki að blogga þar lengur.
Aðallega af því að ég nenni ekki að logga mig þar inn lengur.

Svo ég hef ákveðið að færa mig aftur á gömlu góðu tisu síðuna mína.
Ég veit ekkert hverjir lesa bloggin mín og mér er eiginlega alveg sama enda er ég meira að þessu fyrir mig.
Veit samt ekki alveg afhverju.
Það skiptir ekki öllu.

Ég hef ekki bloggað í háa herrans tíð og mig er farið að klæja hressilega í bloggputtana.



Það er nýtt ár.

Fyrir mig hefur það í för með sér nýjan skóla og nýja vinnu.
Vinnan er ekki alveg komin á hreint svo ég ætla ekki að vera að tjá mig um hana.

En ég orðin FB-ingur.
Það var svolítið yfirþyrmandi að mæta í tíma eftir að hafa gert nákvæmlega ekki neitt í fjóra mánuði.
Án þess að vilja móðga yndislegu íslensku vini mína þá sakna ég þess sárt að liggja í leti í Ástralíu með bjór í hönd og myndarlegan karlmann mér við hlið. Mmmmmmm....

Ég er búin að mæta í nokkra tíma í FB og líst svona misvel á þetta.

Enskukennarinn minn er ógeðslega fyndinn af því að hann talar íslensku með enskum hreim og ensku með íslenskum hreim.
Hann eyddi megninu af tímanum í að dásama húsgögnin í kennslustofunni og var það honum mikið hjartans mál að við tækum eftir því hvað borðið voru geðveikt kúl og miklu betri en öll önnur borð í skólanum.
Það leið næstum yfir mig í tilraunum mínum til að bæla niður hlátur minn.

Íslenskukennarinn talar á ljóshraða og hleypur helst út um allt á meðan.

Stærðfræðikennarinn er með teninga á heilanum.
Sem er kannski ekkert nema góður hlutur þar sem ég er að fara að læra líkindafræði.

Tölvukennarinn er svo krúttleg að mig langar að ættleiða hana sem ömmu mína.

Fjölmiðlafræðikennarinn talaði mikið um að væri búin að vinna hérna síðan '91 sem væri lengri tími en við nemendurnir hefðum lifað (ég ákvað að minnast ekki á það að ég er fædd '89 því ég vildi ekki skemma ræðuna hans)
Hann virkaði frekar bitur yfir þessu öllu saman.

Íþróttakennarann hef ég ekki hitt af því að ég ætla að segja mig úr íþróttum.
Og afhverju?
Af því að ég get það!

Já ég get svosum ekki sagt mikið meira um skólann þar sem ég bara búin með tvo daga í honum.

Þessa dagana eyði ég megninu af mínum tíma í að horfa á Gossip Girl.
Ég byrjuð að örvænta smá vegna þess að ég er að verða búin með alla þættina.
Hvað geri ég þá?
Ég gæti mögulega einbeitt mér að náminu, sem er það sem ég ætla að reyna að gera.
Mig langar samt miklu frekar að horfa á Gossip Girl og ímynda mér að kærastinn hennar Serenu sé kærastinn minn.

Annars er ég bara pirruð, löt og bitur eins og vanalega en það er einmitt oftar en ekki innblástur minn þegar ég skrifa.
Ég vil samt koma því fram að ég er hamingjusamlega pirruð, löt og bitur og veit hreinlega ekki hver ég væri ef ég væri ekki pirruð, löt og bitur.


Góðar stundir.

tisa at 14:55

4 comments